Fara í efni

MÁLAMIÐLUN ER EKKI SAMA OG UNDANHALD

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður VG sagði í stefnuræðu á Aþingi að hún gæfi ekkert fyrir stjórnmálamenn sem ekki vildu málamiðlanir heldur vera í stöðugu stríði. Látum stríðið liggja á milli hluta og málamiðlanirnar líka, þær eru stundum nauðsynlegar. En það eru ekki málamiðlanirnar sem VG er gagnrýnt fyrir heldur eru VG-liðar á þingi gagnrýndir fyrir þeirra eigin skoðanir í hermálum og markaðsvæðingu og síðan eru þau náttúrlega gagnrýnd fyrir undanhaldið og alla eftirgjöfina við íhaldið – á kannski að kalla hana málamiðlun?
Sunna Sara