Fara í efni

MÆRA HVERT ANNAÐ

Jón Gnarr er enginn trúður í mínum huga, þaðan af síður er hann kjáni eins og klifað er á. Hann er ágætlega greindur og að því er mér sýnist ágætur maður. Það breytir því ekki að mér finnst Besti flokkurinn og þar með borgarstjórinn  hafa staðið sig afleitlega í stjórn borgarinnar undanfarin ár. Verst eru húsnæðismálin. Ekki var staðið við nein loforð um aðstoð við leigjendur hvað þá áform um aukið framboð á leiguhúsnæði.
En hafi Besti flokkurinn staðið sig illa þá veit ég ekki hvað á að segja um stjórnarandstöðuna. Sjálfstæðisflokkurinn handónýtur enda ekki við því að búast að Júlíus Vífill hafi áhyggjur af fátæku fólki í leiguhúsnæði og  borgarfulltrúi VG, Sóley Tómasdóttir, linnulaust hrósandi Besta flokknum og Samfylkingu. Dæmi um þetta var skraf þeirra Sóleyjar og Dags B. Eggertssonar í Kastljósi um daginn; mærandi hvort annað og borgarstjórann.
Er þetta þaðsem koma skal? Varla fer maður á kjörstað með þessa valkosti á kjörseðlinum.
Sunna Sara