Fara í efni

LÚÐVÍK: SAMEINUÐ SAMFYLKING GEGN VATNALÖGUM

Það gladdi mig að heyra í fréttum hve jákvæður þú varst í garð Össurar Skarphéðinssonar, iðnaðarráðherra og Samfylkingarmanns vegna ákvörðunar hans um að fram fari endurskoðun vatnalaganna. Nú á stjórnarandstaðan einmitt að taka Össur og ríkisstjórnina á orðinu og styðja iðnaðarráðherrann sem mér heyrist vera staðráðinn í því að afnema hin umdeildu einkaeignarréttarákvæði vatnalaganna. Lúðvík, þingflokksformaður Samfylkingarinnar sagði í kvöldfréttum RÚV þingflokkinn standa órofa að baki Össurar. Það þurfið þið í þingflokki VG líka að gera ef Össur og kó halda sínu striki og eru trú stefnu sinni og loforðum.
Haffi

Ég lýsti því yfir að Össur og Samfylkingin ættu okkar stuðning í þessu máli ef þau stæðu við yfirlýsingar sínar. Þau mega þá heldur ekki heykjast á því að koma í veg fyrir að hið umdeilda vatnalagafrumvarp Valgerðar Sverrisdóttur verði að lögum 1. nóvember!
Kv.
Ögmundur