Fara í efni

LOKSINS RÓTTÆKNI

Sæll Ögmundur,
Loksins finnst mér vera komin einhver róttækni í femínistana hér á landi. Það er sko eins gott að einhver berjist af alvöru gegn því að konur gangi kaupum og sölum á Íslandi. Það hefur viðgengist allt of lengi að þessir strippklúbbar séu í gangi og það er vitað mál að ýmislegt misjafnt þrífst í þessum klúbbum. Sumum  finnst þetta hallærislegar aðgerðir og jafnvel heimskulegar en þetta minnir mig á aðgerðir rauðsokkanna hér fyrir þrjátíu árum síðan. Það var almennileg barátta og bar árangur þar sem fóstureyðingar voru leyfðar og leikskólum komið upp. Þessi baráttugleði sem ég sá í dag er ástæða þess að ég kýs Vinstri græn, ég þykist nefnilega vita að þarna voru flokkssystur þínar fremst í flokki. Að berjast baráttu fyrir konur sem hafa ekki rödd sjálfar er nauðsynlegt og kjarkmikið að taka að sér það hlutverk.
Snær frá Lundi