Fara í efni

LÍF FULLT AF MÓTSÖGNUM

Þú segir í grein þinni um fólksflutninga Ögmundur að þegar fækki í Evrópu vegna þess að þjóðirnar deyi örar en þær geti af sér nýja einstaklinga þá þurfi að flytja inn fólk annars staðar frá. En er ekki gott að fólkinu fækki? Er það löstur að fækka mannkyninu sem fyrir hálfri öld var undir þremur milljörðum en er nú komið yfir sjö milljarða. Þarf ekki að fækka?
Haffi 

Jú, auðvitað þarf að fækka. En það þarf líka að hlúa að öldruðum! Í lífinu eru alls kyns mótsagnir!
Kv.
Ögmundur