Fara í efni

LANDSMENN LESI ENDILEGA GREIN HÉRAÐSDÓMARA!

Ég vil benda þínum ágætu lesendum, Ögmundur, á mjög góða grein héraðsdómarans Arnars Þórs Jónssonar, í Morgunblaðinu 27. júlí og ber heitið; Fullveldið skiptir máli. Greinin er rituð af skarpskyggni og þekkingu á rótum vandans sem við er að etja og birtist nú í bullandi ágreiningi um þriðja orkupakkann. Óhætt er að segja að lestur hennar muni dýpka skilning margra á málinu. Þá hefðu stjórnmálamenn alveg sérstaklega gott af lestri hennar en þá skortir marga jarðtengingu, eins og komið hefur berlega í ljós undanfarna mánuði og ár. 
Kári

Greinin birtist einnig á Viljanum: 

https://viljinn.is/adsendar-greinar/fullveldid-skiptir-mali/