Fara í efni

LANDIÐ OKKAR KÆRA

Þú stendur vel að leigumálinu á Grímsstöðum Ögmundur en á sama tíma sorglegt hvað margir virðast auðkeyptir fyrir skammtíma gróða með hugsanlegum ómældum átroðningi á viðkvæmt landið okkar. "Áminning að við þurfum alltaf að vera á verði og reyna að fara vel með okkur. Alveg eins og með landið sem er okkur svo kært og þolir ekki nema ákveðinn ágang. Sem er oft á mörkum þess að vera lífvænlegt og hvert blómstrá telur þar sem vatn á annað borð finnst og sem er svo sérstakt fyrir íslensku náttúruna. Flóruna sem við viljum vaðveita sem best á öllum stöðum, ekki síst þar sem hún er viðkvæmust á sjálfu hálendinu." http://blog.eyjan.is/vilhjalmurari/2012/05/16/islenska-beltarosin-hin-ofagra-og-oft-illskeytta/
Bestu kveðjur ,
Vilhjálmur Ari Arason