Fara í efni

KRÓNAN ER EKKI VANDINN HELDUR BANKARNIR

Ræða þín á Eldhúsdegi Alþingis var fín, nema hvað það er rangt að halda því fram að gjaldmiðillinn eigi í vanda. Krónan hefur lækkað, það er allt og sumt, aðeins minna en dollarinn. Það eru bankarnir sem eiga í vanda, EKKI krónan. Krónan er mælieining. Það er einsog að segja að sentímeterinn eigi í vanda ef maður er ekki nógu hávaxinn. Að skeiðklukkan eigi í vanda ef maður hleypur ekki nógu hratt.
Með bestu kveðju,
Hreinn Kárason