Fara í efni

KOSNINGAHEGÐUN

Þó valdaklíkan sé valtari í sessi,
vélráðin kjósendur lama.
Við kjörborðið ertu þrællinn þessi,
þar muntu velja hið sama.

Ytri og innri skalli

Ytri skallann ýmsir fá,
erfðir þar til kvala.
Innri skalla oft má sjá,
ef menn byrja að tala.
Kári