Fara í efni

KOMA SVO!

Loksins glittir í vinstri stjórn og stórfínt að Sjálfstæðisflokkurinn skuli þurfa að láta fyrirliðabandið af hendi og taka sér sæti á bekknum. Þetta gerist að vísu við mjög óvenjulegar og erfiðar aðstæður í þjóðfélaginu, en þó er það gersamlega sláandi hvað andlit nýrrar ríkisstjórnar eru gersneydd upplitsdirfsku. Á öllum þeim myndum sem birst hafa er eins og Jóhanna og Steingrímur hafi verið vakin upp af vondum draumi og stillt rakleiðis upp fyrir framan aftökusveit. Útlitið er vissulega svart og menn hafa sjálfsagt átt margar andvökunætur, en ef vinstri menn ætla að tolla í stjórn verða þeir að skrapa saman í smá útgeislun og senda frá sér jákvæðari strauma. Koma svo!
Dagur Kári Pétursson