Fara í efni

JÓLIN BÆTA GEÐ EN EN BRYNJAR SEGIR KÍMNI Á ÚTLEIÐ

Jólin bráðlega bæta geð
Þá bökkum útúr kófi
Verum bjartsýn vertu með
og hættum grímuþófi.

Hátíðin nú gengur í garð
grímu jól og pestin
Kaupmenn allir fá sinn arð
en tekjufallsbætur restin.

Brynjar Níelsson
„Smátt og smátt hverfur öll kímnigáfa og depurð og kvíði yfirtekur allt“

Lítið gerist lötum hjá
Leiðindin allir sjá
Lúnu höfði lyfta má
Líka mætti fara frá.

Höf. Pétur Hraunfjörð.