Fara í efni

JÁ NÚ ER KOMIÐ AÐ ÞVÍ

SVIK OG LYGI SITT Á HVAÐ

Hér svik og lygi sitt á hvað
sjáum nú alla daga
í September við sjáum það
hverjir sultarkjörin laga.

Í lífsins skóla lærði fljótt
að loforð frambjóðenda
Lifðu alls ekki eina nótt
á lygina vildi benda.

FÁTÆKTIN FÆRI FRÁ

Ef heilsufarið hangir gott
og hamingjan í lagi
En fengi fínan Lottó pott
úr fátæktinni dragi.

Ögmundur Jónasson sá eini sem fær frítt inn í Kerið

Sá eini sem fær frítt
flestir aðrir greiða
Nátúruna þeir hafa nýtt
og gjaldtöku leiða.

JÁ NÚ ER KOMIÐ AÐ ÞVÍ

Nú sósíalistar setjast á þing
Sjálfstæðis flokks að gæta
Með alþýðu nú Nallann syng
úr neyðinni vaskir bæta.

ARFGENG FÁTÆKT

Fátækt margir fá í arf
foreldranna vegna
þessu fólki hjálpa þarf
alls-ekki hegna.

Í SAMA FARIÐ

Með Íhaldinu og Framsókn fer
Forsætisráðherrann Kata
Og sömu taktana við sjáum hér
sí endurtekið að plata.

FÁTÆKTIN

Eftir langa lífsins ævi
lít nú yfir farinn veg
Einkunn núll er við hæfi
eymdin var hræðileg.

Höf. Pétur Hraunfjörð