Fara í efni

ISS BLÓMSTRAR, VALT GENGI VG, OG UM ÞINGMANNAKÆK

Já víst er lánið ósköp valt
í Vinstri/Grænum hlakkar
En undurfljótt mun anda kalt
og útúr þessu bakkar.

Engeyingarnir eiga Iss
erlendir sjáum stritið
Ykkur að segja er ég viss
að Einar lánaði vitið.

Á þingi virðist vera sótt
og virkilegur kækur
þar læra menn meinið fljótt
að skálda ökubækur.

(The King of the roads)
Um kjördæmið keyrði hann
kílómetra skráði-inn
Auðveldar tekjur Ási fann
aurapúka snáð-inn.
Höf.
Pétur Hraunfjörð.