Fara í efni

ÍSLENSKIR FJÖLMIÐLUNGAR ERU ÁHYGGJUEFNIÐ

Ég er hjartanlega sammála Bergþóru um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og ruglið úr honum. Ég er líka sammála þér Ögmundur og ég sé hvernig þú hefur brugðist við þessu rugli í gegnum tíðina í tenglunum sem þú gefur Hér.
Áhyggjuefnið er hins vegar ekki Alþjóðagjaldeyrissóðurinn, þar eru bara einstaklingar með múrsteina í hausnum. Þeim vorkennum við. En hvað með íslenska fjölmiðlunga sem taka við boðskapnum frá múrsteinafólkinu fullkomlega gagnrýnislausir? Vorkennum við þeim eða reiðumst við þeim?
Haffi

Þakka bréfið Haffi. Góð spurning.
Kv.
Ögmundur