Fara í efni

Í GYLLINGU HAUSTSINS, ÞORGERÐUR GOLFAR OG SVO KOMA KOSNINGAR ...

Haustlitir úti gullnir glóa
gefur okkur aðra sýn
Fljótlega þó fer að snjóa
og vetur yfir öllu gín.

Tilmæli ei tekur gild
tipla í golfið verður
Hagar sér að sinni vild
sjálfselsk Þorgerður.

Veiruna viljum helst ekki sjá
vandræðin eru marga að hrjá
hér lífinu tína
eins og í Kína
í öndunarvélum höfum nú þrjá.

Launráð brugga lýðsins gosar
ljúga sem aldrei fyrr
Og falsið ljúft í landann tosar
líklega sit heima kyrr.

Höf. Pétur Hraunfjörð.