Fara í efni

HVERJIR VORU RAUNVERULEGA ÁBYRGIR?

Með því að gefa það út að annar leiðtoga ríkisstjórnarinnar hafi ekki borið formlega ábyrgð á efnahagsstefnu stjórnarinnar, er rannsóknarnefndin að sýna lélega dómgreind. Það verður auðvelt fyrir Jón Ásgeir og Pálma í Fons og fleiri, að vísa til þessarar niðurstöðu, í eigin málsvörnum. Þeir voru heldur ekki formlega ábyrgir. Almenningur í landinu hefur mestan áhuga á að vita hverjir voru raunverulega ábyrgir. Hverjir sátu í ráðherranefnd um ríkisfjármál og efnahagsmál? Hverjir ferðuðust um heiminn til að tala máli bankanna? Hverjir sátu einkafundi, trúnaðarfundi og neyðarfundi? Eru þeir einstaklingar ekki ábyrgir?
Hreinn K