Fara í efni

HVER ER AFSTAÐAN TIL FÓSTUREYÐINGA?

Sæll Ögmundur .
Mig langar að vita hvaða afstöðu Vinstri græn taki til fóstureyðinga? Gott væri ef að í svari kæmi fram t.d hvort þið séuð með eða á móti.
Kv .
Steini

Sæll Steini.
Við höfum ekki tekið afstöðu til fóstureyðinga sem stjórnmálaflokkur en mín afstaða er sú að fóstureyðing geti átt rétt á sér og hljóti það að vera háð mati þeirrar konu sem í hlut á.
Kveðja,
Ögmundur