Fara í efni

HVENÆR LES SIGRÍÐUR?

Sífellt meira á móti blæs
margir hætta að anda
Sigríður líklega orðin læs
léttir þó nokkurn vanda.

,,COVID‘‘
Þessu lýkur jafnt og þétt
Þrautir fara að enda
Þjóðin getur þá andað létt
Þrautseigju vil á benda.

Nú lífsins reglur lærum við
og lyftum sálartetri
Um baráttuanda ykkur bið
á Covid smituðum vetri.

Börum og brennivínssölum
borgum fyrir að doka
Á heima drykkju hér ölum
en heimilisofbeldi á loka.

Höf. Pétur Hraunfjörð.