Fara í efni

HVAR ER RÉTTLÆTIÐ?

Hvar er byltingin ? Að sparka í liggjandi mann þykir ekki manni sæmandi. Ekki nægir að gera skuldugar fjölskyldur gjaldþrota, heldur virðist skylda þeirra sem valdið hefur að fylgja eftir kjaftshögginu með sparki. Hvernig í veröldinni datt skrifstofustjóra Alþingis í hug að kæra mótmælendur sem réðust inn í Alþingishúsið. Liggja þeir ef til vill vel við höggi ? Hefur maðurinn enga dómgreind ? Hvar eru málsvarar skuldara ? Hvar eru kærurnar á hendur þeim sem lögðu landið í rúst ? Sýnum vígtennurnar og látum valdhafa vita af okkur en notum ekki ofbeldi til þess. Treysti þér Ögmundur best til þess að tjá þig um þessa kæru. Jafnvel þó svo réttur Alþingis sé ótvíræður var nauðsynlegt að fara þessa leið ?
Skarphéðinn

Þakka bréfið. Tek heilshugar undir með þér. Forkastanlegt.
Kv.
Ögmundur