Fara í efni

HVAÐA MANNRÉTTINDI STANDA EIGNARRÉTTI FRAMAR?

Sæll Ögmundur. Gaman að sjá þig á ráðstefnu RSE. Þar sagðir þú að eignarréttindin væru ekki þín uppáhalds mannréttindi. Hver eru þín uppáhalds mannréttindi?
Kveðja,
Jóhann J. Ólafsson.

Þakka þér bréfið Jóhann. Fyrir þá sem ekki vita þá er RSE samkvæmt eigin lýsingu “sjálfstæð og óháð rannsóknarmiðstöð, sem hefur það að markmiði að efla skilning á mikilvægi eignaréttar og frjálsra viðskipta fyrir framsækið lýðræðislegt samfélag.” Sjá HÉR.
Það er rétt hjá þér Jóhann að ég legg meira upp úr öðrum “mannréttindum” en eignarrétti. Þú vilt vita hver þau réttindi eru.  Þar vil ég nefna skoðanafrelsi, tjáningarfrelsi, réttinn til að eiga til hnífs og skeiðar í samfélagi sem býr við góð efni, réttinn til að njóta og nýta auðlindir sem samfélagið býr við svo sem fiskinn í sjónum, orku og vatn.
Með kveðju,
Ögmundur