Fara í efni

HVAÐ LÍÐUR LOFORÐI?

Sæll Ögmundur!
Þegar Valgerður Sverrisdóttir lagði fram frumvarp til vatnalaga börðust bæði þingflokkur VG og Samfylkingar hart á móti. Sömu flokkar samþykktu svo meingallað vatnalagafrumvarp þar sem allt grunnvatn (drykkjarvatn) er skilið eftir í einkaeign. Þú samþykktir þau lög, enda sagðist þú þá hafa fengið loforð frá ríkisstjórnarflokki Samfylkingar um að lögin um náttúruauðlindir í jörðu frá 1998 yrðu tekin til endurskoðunar og þeim breytt. (Það var Finnur Ingólfsson þáv. iðnaðarráðherra sem kom þeim í gegn og setti þar með allt grunnvatn í einkaeigu landeiganda.) Því spyr ég þig: Hvernig líður loforði Samfylkingarinnar? Hafa verið unnar eða lagðar fram breytingartillögur á lögunum frá 1998 sem færir drykkjarvatn á Íslandi úr einkaeign landeiganda og í hendur þjóðarinnar?
Með bestu kveðjum,
Páll H. Hannesson

Þakka bréfið Páll. Því miður hefur þetta ekki verið gert enn.
Ögmundur