Fara í efni

HVAÐ ER AÐ GERAST HJÁ STRÆTÓ BS?

Mér þykir þú undalega hljóður um Strætó bs Ögmundur. Þar hefur logað allt stafna á milli vegna áminninga og uppsagna á trúnaðarmönnum. Öðru hvoru kemur þú fram í fjölmiðlum með málsvörn fyrir trúnaðarmenn en ég hefði búist við kröftugri viðbrögðum frá ykkur í BSRB?
Grímur

Þakka þér bréfið Grímur. Þetta er rétt hjá þér að í Strætó bs hefur verið ófremdarástand og stefnir í málaferli vegna þeirra atburða sem þú nefnir. Þessa dagana er verið að setja málin í dómstólafarveg og er það því misskilnigur að viðbrögð okkar séu ekki afgerandi. Þá erum við einnig með málin í viðræðuferli við aðstandendur Strætó bs. sem eru sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Áður en þessi mánuður er úti liggur vonandi ljós fyrir afstaða þessara aðila. Þá muntu líka heyra nánar frá okkur á opinberum vettvangi.
Kv.
Ögmundur