Fara í efni

HUNDAR NOTAÐIR TIL AÐ LEITA AÐ PENINGUM EN HVAÐA HUNDAR SKYLDU FINNA ÞJÓÐARSJÓÐINN?

Þjóðarsjóðinn þekur loft,
þar er leyniheimur.
Glæpahundar ganga oft,
galvaskir á tveimur.

Að segja eitt og gera annað

Þingmaður ræddi um þjóðarsátt,
þar er á hálu svelli.
Í stólnum verður að steini brátt,
stytta á Austurvelli.

Dusilmenni?

Ýmislegt er óuppgert,
í orkupakka og ránum.
Dugar ekki dæmigert,
dusilmenni á skjánum.

Ýmislegt er óuppgert,
utan þings hjá kjánum.
Dugar ekki dæmigert,
dusilmenni á skjánum.

Verða að steini

Í sögunni færast sífellt aftar,
sitja og hugsa um eigin völd.
Standa í þinginu strigakjaftar,
steingervingar frá liðinni öld.
Kári