Fara í efni

HUGSAÐU ÞINN GANG!

Sæll Ögmundur, mér finnst viðhorf þín til útlendinga, hvort sem það eru Kínverjar, Rússar eða fólk frá meginlandi Evrópu, vera komin á ískýggilegt stig, farin að nálgast hreina andúð. Hugsaðu þinn gang aðeins.
Kv, Gunnar (er sjálfur af erlendum uppruna).

Ég hef hugsað minn gang og er sannfærður um að eignarhald á landi og auðæfum á að haldast hér innanlands, í okkar samfélagi. það hefur ekkert með andúð á útlendu fólki að gera! Því vísa ég algerlega á bug!!
Kv.,
Ögmundur