Fara í efni

HUGLEIÐINGAR Á FRIÐARDEGI

Nokkur orð til að þakka þér, Ögmundur, fyrir frábæra grein í Mogganum, ÍSLAND ÚR NATÓ - HERINN BURT.
Það var viðeigandi að greinin skyldi birtast á Friðardeginum 11. nóvember. Á tímum Víetnamstríðsins sögðu mér vinir okkar þaðan að bestu stuðningurinn sem við gætum veitt víetnömsku alþýðunni í baráttu hennar gegn bandarísku heimsveldastefnunni og leppum hennar í Saigon, væri að reka banndaríska herinn burt af Íslandi, Því má bæta við að við losnum ekki endanlega við her og herstöðvar fyrr en Ísland yfirgefur hernaðarbandalagið NATÓ.
Það er kannski aðeins langsóttara fyrir suma að besti stuðningur sem við getum veitt þjóðfrelsis- og mannréttindabaráttu Palestínumanna er sá sami. Stríðið sem háð er gegn börnum og öllu lífi á Gaza er gjöreyðingarherferð gegnn Palestínu. Næst kemur Vesturbakkinn og þeir eru líka byrjaðir þar svo sannarlega.
Loks minnumst við hinn 11. nóvember, Yassers Arafat leiðtoga Palestínu sem lést á þessum degi 2004 af torkennilegum sjúkdómi sem Mossad, leyniþjónusta Ísraels bar ábyrgð á. Arafat hafði lengi verið á dauðalista leyniþjónustunar og margar tilraunir verið gerðar til að ráða hann af dögum. Mossad hafði áður eitrað fyrir Meshal Khaled fyrrverandi leiðtoga Hamas. Hann var staddur í Jórdan, og var deyjandi þegar Jórdaníukonungur krafðist þess af Ísrael að þessi aftaka yrði stöðvuð. Launmorðingjarnir voru ekki langt undan með móteitur sem er öryggisatriði fyrir þá og honum varð bjargað.
Meshal er nú í Doha, Katar, ásamt núverandi leiðtoga samtakanna, Ismail Haniyeh forsætisráðherra. Það skiptir kannski ekki miklu, því að hraunflóð lyganna úr verksmiðju ísraelska hermálaráðuneytisins er svo straumþungt að sannleikurinn virðist fullkomið aukaatriði.
En það sem ég vildi sagt hafa er að það er óljóst hvort þessir leiðtogar vissu nokkuð af árás andspyrnuhópanna á Ísrael 7. október. Það voru tvenn samtök sem stóðu að henni, Annars vegar Al Qassam andspyrnusveitirnar, tengdar Hamas, en eru undir sjálfstæðri stjórn Mohammeds al Deif. Hinn hóprinn var andspyrnuhreyfing tengd Islamic Jihad.
Þetta er vert að hafa í huga áður en menn gerast alhæfingarsamir um of.
Sveinn Rúnar Hauksson