Fara í efni

HOLLVINASAMTÖK ÍSLENSKRA AUÐMANNA

Það er í tísku að tala um smjörklípur, þegar stjórnmálamenn leitast við að beina athygli frá leiðindamálum. Nú hefur Samfylkingin gengið í lið með auðmannagæslumönnunum í Sjálfstæðiflokknum og allt lagt undir til að bjarga íslensku auðmannastéttinni og bönkunum þeirra. Lykilatriðið er að viðhalda verðtryggingunni. Hún er aðferð til að blóðmjólka almenning án þess að það beri of mikið á því. Allar verðbreytingar í heiminum, allar gengisbreytingar, allar verðhækkanir, allt hækkar skuldir almennings gagnvart bönkunum. Þetta kerfi þekkist hvergi á byggðu bóli annars staðar. Við afnámum verðtryggingu launa, þar sem það jók verðbólgu. Nú er kominn tími til að banna afturvirkt verðtryggingu lána, þar sem það þýðir eignaupptöku.
Á meðan eru smjörklípumeistarar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks brjálaðir af æsingi yfir öðru óréttlæti. Hvor um sig hefur sínar uppáhaldshugsjónir: Sjálfstæðisflokkurinn vill leyfa sölu áfengis í Bónus og Samfylkingin vill frjálsan innflutning á kjúklingabringum. Himinn þessa bjartsýna baráttufólks er á við asklok.
Hreinn Kárason