HLUSTIÐ EFTIR VILJA FÓLKSINS!
20.11.2010
Sæll Ögmundur.
Í tilefni af skrifum þínum um aðlögun / umsókn okkar að ESB þá langar mig að spyrja þig að því hvort ekki sé komin sá tími til að forusta VG fari að hlusta á þau áköll sem koma frá grasrót flokksins í ESB málinu? Hversu margir úr forustusveit VG á landsbyggðinni og víðar þurfa að hætta að starfa fyrir flokkinn eða segja sig úr honum til þess að flokksforusta VG leggi við hlustir, eða er ykkur alveg sama um skoðanir þessa fólks sem og meirihluta félagsmanna VG? Hvað kemur virkilega til að þið meðhöndlið lýðræðið með þessum hætti?
Rafn Gíslason