Fara í efni

HAGSMUNIR ÚR FORTÍÐ OG NÚTÍÐ

Auðvitað er Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins. Því hef ég aldrei gleymt við lestur pistla hans. En ég hafði sannast sagna ekki áttað mig á að hann væri einnig stjórnarformaður í banka einsog fram kemur hér á síðunni. Þorsteinn Pálssson á sér þannig ekki bara pólitíska fortíð heldur líka hagsmunatengda samtíð. Ágætt að hafa þetta í huga við lestur helgarpistla hans í Fréttablaðinu!
Í skrifum sínum talar Þorsteinn Pálsson máli Sjálfstæðisflokksins og bankanna. Ekki gleyma því!
Sunna Sara