Fara í efni

HAFA ÞARF SNÖR HANDTÖK

Góðan dag Ögmundur.
Afar merkilegt viðtal við þig og Pétur Blöndal í Mannamáli á Stöð 2 um síðustu helgi og var ekki að heyra annað en að Pétur ætli ekki sem formaður aðalnefndar Alþingis að skrifa upp á ánauð á þjóðina vegna erlendra reikninga og verður því þungur róður að ná þessu í gegn en samkvæmt lögum má aðeins greiða úr þessum tryggingasjóði með 19 milljarða höfuðstól og ekkert annað. Það er því með öllu óvíst hvort að aðrir greiðasamningar til að halda andlitinu út á við haldi vatni en Ríkið hefur hingað til ekki greitt neinar skaðabætur hvorki vegna ábyrgða né slysa nema með dómum Hæstaréttar.
Fjármálaráðherra þarf að mínu mati að hafa snör handtök í sínu ráðuneyti til verndar á gjaldeyri með því að gera breytingar á reglugerð um vörugjöld á ökutækjum og lækka á þeim ódýrustu og haghvæmustu en snarhækka á þeim dýrustu. Þá þarf að afnema bílakaup fyrirtækja til þess að vera eingöngu ökutæki á VSK númerum líkt og Danir hafa sem nýtast beint við reksturinn. Forstjórabílar og húsnæði í eigu fyrirtækja á ehf kennitölum verði afturkallaðar og bannað verði að veita myntkörfulán fyrir bíla og íbúðakaupum.
Þá verði aftur boðið upp á húsnæðisparnaðarreikninga með ríflegum skattaafslætti til fyrstu kaupa húsnæðis með mun þrengri skilyrðum en áður voru við lýði og misnotað sem öllum var ljóst en þessir reikningar yrði varslaðir í Seðlabankanum. Það mætti líka bjóða í Seðlabankanum upp á sparnað landsmanna sem hafa eitthvað aukreitis upp á 5-10 ára bréf með háum vöxtum og hvetja þannig til sparnaðar og fyrirtæki gætu einnig nýtt sér þennan möguleika og fá meira spari fé inn á grunneiningu Seðlabankans.
Með kveðju,
 Þór Gunnlaugsson