Fara í efni

HÆTTA BÚIN LÝÐRÆÐI

Trump er auðvitað skíthæll. Hlaut þó næstum helming atkvæða í kosningum. Lafir enn í embætti. “ Ákvörðun” netmiðla að loka fyrir munnræpu þessa forseta á vettvangi sinum er vel tekið af mörgum. Eftir stendur að lokunin er í raun pólitisk valdbeiting, sem nýta má í hvaða tilviki sem er. Hvaða raddir sem er má þannig þagga, falli þær ekki í kram ráðandi netmiðla. Þar er hætta búin lýðræði má ætla. Þeir hafa tekið sér yfirþjóðlegt vald / heimsvald um ritskoðun. Um njósnahlið þarf ekki að ræða, söfnun persónuupplýsinga, svo vel þekkt er sú starfsemin. Ég harma ekki lokun á Trump sérstaklega, á þá fasistaspíru.- En vald netfyrirtækja er samt varhuga- vert, vald þeirra sem þeim stjórna, ljóslega, eða að tjaldabaki.
Nonni