Fara í efni

GULLFISKAMINNI

Sigurður Ingi formaður Framsóknarflokksins og ráðherra virðist vera sloppinn fyrir horn eftir rasísk ummæli sín. Þökk sé Íslandsbankahneykslinu. Og Boris Johnson forsætisráðherra Breta sem var við það að missa embætti sitt eftir að hafa logið að þingi og þjóð um samkvæmi þvert á kovídreglur í embættisbústað ráðherrans virðist líka sloppinn. Nú fundar hann í Úkraínu og um Úkraínu og tvídar í Rússlandi um hve góður kall hann sé. Þannig er hann orðinn hetja á nú.
Svona skipast veður í lofti í stjórnmálum sem aðallega snúast um loft og blekkingar og síðan um gullfiskaminni almennings.
Jóhannes Gr. Jónsson