Fara í efni

GRÍMUBALLIÐ Á ENDA

,ER GRÍMUBALLIÐ Á ENDA‘‘

Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.

Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.

,,SELUR SÉR BANKANN SEM FJÖLSKYLDAN ÁTTI‘‘

Fjölskyldubankann fá kannski aftur
ei fagnar því nokkur einasti kjaftur
landsmenn þá blæða
en fjölskyldan græða
og Bjarni því algjör ótuktar raftur.

Honum liggur lífið á
ljóta hefur þanka
Sviksemina allir sjá
selur Íslandsbanka.

KPMG skyldað að afhenda bókhald Samherja

Af Samherjamáli segist nú fátt
opna samt bókhaldið uppá gátt
vinunni sinna
lítið þar finna
en dómsdagurinn nálgast brátt.

Á þingi situr allskonar lið
ásælast völdin hljóðir
þetta fólk þar frá mér bið
þeir eru ekkert góðir.

Nú óhöppin á dynja
allt virðist hrynja
Alúð hér allri synja
undan kófi stynja.

,, Lygin er lævís og lipur’’

Benni er lævís og lipur
lygin oft fylgir því
Engeyinga sést þar svipur
og sakleysisbrosin hlý.

Nú eru daprir dagar
dálítið líður illa mér
Íhaldið sér illa hagar
og fer framúr sér.
Því sálarlausir sjálfstæðismenn
eru svívirðilegir hér
aftur og enn vantar víst banka
ei láta það danka
og gengið verður frá þessu senn.

,,ÞAR FÓR GÓÐUR DRENGUR‘‘

Svavar er nú fallinn frá
falla tár af hvarmi
Alþýðunni hér allri brá
og fjölskyldan í harmi.

Lífið verður ljúft og gott
er líður að vori betur
Kófið allt komið á brott
kominn á sjóinn.

Þegar kosningarnar koma í haust
Þá kannski margt lagast getur
Og eflaust ei verður við það laust
að villist á kjörstað Pétur.

,,Dýrkeypt spilling‘‘

Spillingin hér spyrst nú út
spennan vex á Bjarna
Og Fjármálin öll farin í hnút
frjálshyggju til varna.

Höf. Pétur Hraunfjörð.