Fara í efni

GOTT HJÁ SPEGLINUM

Að mörgu leyti fannst mér virðingarvert hjá  stjórnendum Spegilsins að leyfa ykkur Illuga Gunnarssyni  að tjá ykkur lengur en í hinar hefðbundnu 50 sekúndur um brennandi málefni einsog einkavæðinguna. Umræðan var að vísu mjög almenns eðlis en að mínu viti er lífsspursmál að halda þessari umræðu gangandi  svo frekari spellvirki og skemmdarverk verði ekki unnin á íslensku samfélagi.  Illugi virtist mér vera velmeinandi maður en getur verið að hann átti sig ekki á því hvernig verið er að eyðileggja heilbrigðiskerfið, samanber síðustu skrif þín hér á síðunni um svívirðiðlega framkomu gagnvart fötluðum?
Settu endilega slóðirnar á viðtölin við ykkur Illuga.
Grímur

Þakka þér bréfið Grímur. Sammála þér. Hér eru umræddar slóðir:
http://dagskra.ruv.is/streaming/ras1/?file=4373949
http://dagskra.ruv.is/streaming/ras2/?file=4373948
Ögmundur