Fara í efni

GJÖLDUM VARHUG VIÐ LYGUM STRÍÐSÆSINGAMANNA

Menn einblína á Pútin og þangað vill NATÓ að heimurinn horfi. Og það á hann vissulega að gera. En heimurinn ætti ekki síður að horfa til Washington þar sem stríðsæsingaöflin blómstra nú sem aldrei fyrr. Þetta þarf varla að tíunda því þeim sem vilja sjá og skilja eru lygarnar augsýnilegar. Stríðsæsingar og ögranir út um allan heim og síðan logið án afláts.

Nú síðast sprengdu Bandaríkjamenn gasleiðslu Rússa í Eystrasalti  – sögðust ætla að eyileggja leiðsluna og gerðu það svo – en sögðu síðan að augljóst væri að Rússar hefðu sjálfiir sprengt eigin leiðslu. Líklegt?  

Nú hafnar eldflaug í Póllandi. Bandarísk yfirvöld eru að rannsaka hvort ekki sé öruggt að Rússar hafi skotið henni. Líklegt? Spyr sá sem ekki veit en grunar margt.
Við erum í hættulegu kompaníi með stærstu auðhringum heims, þar á meðal hergagnaframleiðendum og handbendum þeirra. ÍSLAND ÚR NATÓ HERINN BURT.

Jóhannes Gr. Jónsson