Fara í efni

GERIST LÍTIÐ GYÐJUM HJÁ

Leyfist mér að lyfta penna
ljóðmælum gera skil
Hugsanir um hugann renna
um þreytt kjörtímabil.

,,HEIMILIS - KVÓTINN‘‘

Tíu fiska tel í skammt
tóm er magagörnin
Heima er hungrið rammt
hef þó mat í börnin.

,,Já sólin hér lítið sést‘‘

Hér í vætu og vosbúðinni
vesturlandinu öllu á
Og ferðamestu fríhelginni
fjandans regnið þola má.

Höf.
Pétur Hraunfjörð