Fara í efni

FRÉTTASTOFA RÚV: FYRIR HVERN?

Flott hjá Sjónvarpinu að segja frá úrslitum VG í Kraganum! Hélt kannski að eins færi fyrir VG í sjónvarpsfréttunum og í hádegisfréttum RÚV að ekki væri pláss fyrir úrslit hjá VG vegna umfjöllunar um Sjálfstæðisflokk og Samfylkingingu. Skrítið hvað RÚV er stundum úti á túni og úr takt við þjóðina. VG mælist einn þriggja stærstu stjórnmálafloka landsins - stundum sá srærsti - en RÚV virðist fast í gömlu landakorti og ekki koma auga á breytingar. Til dæmis þá miklu breytingu að Guðfríður Lilja er að veljast til forystu í Kraganum og þú Ögmundur að hella þér í slaginn út í talsverða óvissu. Hvort tveggja hélt ég að væri frétt. Í Kastljósi Sjónvarpsins í aðdraganda þessarar miklu prófkjörshelgar var fjallað um alla flokka - nema VG í Kraga. Getur verið að RÚV langi ekki að vera með þjóðinni? Lágmark er að okkur séu sagðar fréttir fordómalaust. Þjóðin er ekki SUS þing. Við erum heldur ekki öll í Samfylkingunni. Okkur fer hins vegar fjölgandi í VG og við krefjumst þess að fá fréttir af okkar vettvangi!
Haffi