Framhaldsskólar á markað
Sæll.
Hvað finnst þér um þessa frétt? http://mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1028023
Kveðja, Sigurður
Ekki er þetta löng fyrirspurn eða öllu heldur ábending frá þér Sigurður, en þeim mun umhugsunarverðari. Ég hef haft miklar efasemdir um samræmingu stúdentsprófa einmitt vegna þess að ég tel mikilvægt að skólarnir geti þróast eftir margbreytilegum hugmyndum. Ég hef hins vegar alltaf gengið út frá því að við værum að tala um skóla innan hins almenna skólakerfis. Nú er greinilegt að peningasjónarmiðin eru farin að banka þarna á dyrnar sem víðar. Þá fer málið að horfa öðru vísi við. Það er mikilvægt að stjórnmálamenn kynni sér þessi mál og verði látnir svara því hvort þeir vilji einkavæða framhaldsskólana. Ég teldi það hið mesta óráð.
Kveðja,Ögmundur