Fara í efni

exbé = LEIFAR FRAMSÓKNARFLOKKSINS Í REYKJAVÍK

Þótt framsóknarmenn í Reykjavík séu ekki margir þá geta þeir verið sniðugir. Ekki aðeins að útvega peninga heldur nota þá hugvitsamlega. Engu skiptir hvort peningarnir koma frá VÍS eða ál- og hergagnaframleiðandanum Alcoa. Fjármál stjórnmálaflokka koma íslenskum kjósendum ekki við. Um þau stendur til boða að dylgja ellegar þegja.
Framboð Framsóknarflokksins í Reykjavík undir nýju vörumerki - exbé - á eftir að skila sér á kjördag. Sérstaklega mun ungt fólk kunna að meta svona „fansí" nafn. Tala nú ekki um ef framsóknarmenn láta áfengi og pizzu fylgja með vörunni. Nútímalegt og skilvirkt framsóknarlýðræði.
Framboð framsóknarmanna í Reykjavík undir merkinu exbé nefnir í milljónaauglýsingum sínum hvorki Framsóknarflokkinn né lætur sjást í formanninn, Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. Sú staða er komin upp að það er lífsspursmál að kannast við hvorugan. Oddviti framsóknarmanna ætti ekki einu sinni að heilsa forsætisráðherra á götu fyrr en eftir kosningar.
Að villa á sér heimildir er framsóknarlegt.
Hjörtur Hjartarson