Fara í efni

,,EUROVISION‘‘

Barnadráp og brenglaða sýn
böðlarnir reyna að fela
því útrýmingu í augljóst skín
á vegum Ísraela.

Lítinn hug við höfum á
Ótuktar morð delum
Að syngja með eða sjá
sjálfum ÍSRAELUM.

,,Á SAMA STAÐ Í ÁTTATÍU ÁR‘‘

Heimsmynd ei hefur breyst
og heldur verður ekki leyst
lönd vilja hirða
miljónir myrða
og lífið úr fátækum kreist.

,,Æji já‘‘

þreyttur er á þessum vanda
það er varla hægt að anda
stríð og kreppa völd um keppa
og sættir litlar á milli landa.

,,JÁ EKKERT TUNGUHAFT‘‘

Tunguna þarna teygja má
og tala löngu máli
Ef þjóðarsátt þið viljið fá
á verðbólgu og vaxta báli.

,,MARGIR KALLAÐIR‘‘

Forseta dindlum fjölgar brátt
Þeir finna hjá sér kallið
Opna sig margir þá uppá gátt
um lífsreynslu og svallið.

,,LÁTA RÍKIÐ DRAGA VAGNINN‘‘

Lífskjarasamning nú líklega gera
og láta þar ríkið kostnaðinn bera
tala í krónum
frá S/A jónum
en sækja hitt til hins opinbera.

Höf. Pétur Hraunfjörð.