Fara í efni

ERU MENN BÚNIR AÐ GLEYMA...?

Sæll Ögmundur.
Það er alltaf jafn dapurlegt að heyra útskýringar Indriða H aðstoðarmanns Steingríms J um að þetta og hitt sé misskilið í því sem hann sé að gera og allt rétt sem hann ákveði. Eru menn búnir að gleyma hans túlkun sem Ríkisskattstjóra á skattskyldu lögaðila vegna Kárahnjúkavirkjunnar og að Impregilo skyldu greiða opinber gjöld starfsmanna á virkjunarsvæðinu?? Indirði H kom ekki fram í fjölmiðlum þegar Hæstiréttur snéri þessu við og dæmdi Ríkissjóð til að endurgreiða Impregilo öll afdregin gjöld starfsmanna sem unnu á vikjunarsvæðinu frá starfsmannaleigum sem áttu að skila þessum gjöldum samkvæmt dóminum. Fljótsdalshreppur verður líka að endurgreiða það sem hann fékk í útsvar og enn hefur tittnefndur Indriði H ekki bent Fjármálaráðherra á að breyta þurfi skattalögum og girða fyrir svona milljarða klúður áður en farið verður út í fleiri virkjanir þar sem starfsmenn koma frá starfsmannaleigum.
Þór Gunnlaugsson