Fara í efni

ER VG Á MÓTI ÖLLUM ÁLVERUM?

Kæri Ögmundur. Ætti að mati Vinstri Grænna að loka öllum álverum í heiminum?
Bestu kveðjur,
Jón Þórarinsson

Nei, því fer fjarri að við teljum svo vera. Sjálfur hef ég stutt tilteknar álversframkvæmdir. Það var hins vegar við allt aðrar aðstæður en nú eru uppi. Vinstrihreyfingin grænt framboð er andvíg því að gera Ísland að allsherjar málmbræðslu og við eru því andvíg að fórna íslenskum náttúruperlum í þágu fjölþjóðlegra auðhringa. Áliðnaður í eigu erlendra fjármálamanna skilar auk þess minni virðisauka inn í íslenskt efnahagslíf en flestar aðrar atvinnugreinar.
Með kveðju,
Ögmundur