Fara í efni

Er þetta Ólína Þorvarðardóttir?

Ég sé ekki betur en síðan þín sé að verða ein sú alfjörugusta. Ég vil þakka þér fyrir þínar greinar en einnig finnst mér mjög góðar greinar sem birtast á síðunni undir Frjálsum pennum og fjölmiðlagagnrýni  og sum lesendabréfin eru mjög góð og greinilega góðir pennar þar á ferð þótt ekki séu þeir allir auðkennanlegir. Mér fannst Þjóðólfur óborganlegur um daginn um að flytja Stjórnarráðið til Borgarness eða í Félagsvísindadeild (!) og alltaf finnst mér bréfin frá Ólínu fín. Hún er greinilega enginn viðvaningur. Er þetta Ólína Þorvarðardóttir? Að síðust þá er ég ekki viss um að allir átti sig á því hvernig á að nálgast gamalt efni á síðunni. Þetta þarf að laga.
Kveðja, Sig. Jónsson

Sæll Sigurður og þakka þér vinsamlega kveðju. Nei, ekki er þetta Ólína Þorvarðardóttir en ég tek undir að Ólína veit sínu viti. Mér finnst alltaf mikils um vert að fá bréf frá henni. Gamalt efni er allt hægt að nálgast með því að fara inn á viðkomandi síðu eða efnisflokk og fara þar í eldra efni.
Kveðja,Ögmundur