Fara í efni

ENN UM RUDDA OG UNDIRLÆGJUR

Mikið er ég sammála Jóhannesi Gr. Jónssyni hér á heimasíðunni um ruddann Trump og undirlægjurnar evrópsku. Ég efast um að stjórnmálaleiðtogar Evrópu hafi nokkru sinni verið eins lágreistur hópur og nú er. Og inn í þetta kompaní vill ríkistjórn Íslands ólm stíga. Kemur mér reyndar ekki a óvart eftir áralanga gagnrýnislausa þjónkun við Brussel, Washington og NATÓ; ánægð ef þau fá að vera með á myndum með fyrirfólkinu. Kratarnir á feisbók fagna öllu frá Brussel, þýsk hægri kona, margsinnis ásökuð um spillingu, þykir þsnnig aufúsugestur, lendir hér á einkaþotu til að tala um hernaðaruppbyggingu og án efa einnig umhverfisvernd. Það fylgir alltaf með þegar þotuliðið bera að garði.  Almenningur verður að fara að rísa upp gegn þessari lágkúru og þessum tvískinnungi.

Jóel A.