Fara í efni

ENGAN ÁRÓÐUR FYRIR LYFJANEYSLU

 Ég minnist þess þegar ég mörgum sinnum heimsótti frænda minn í Bandaríkjunum á níunda áratugnum, hann stundaði  þar sérnám í dýrasjúkdómum, hve oft hann vakti þá athygli mina á lyfjaauglýsingum í útvarpi og sjónvarpi. Hann sagði að gott væri til þess að vita að Íslendingar væru lausir við þennan ófögnuð. Sem betur fer væru hans sjúklingar lausir við áreitið! En manneskjurnar tryðu því miður áróðrinum og ruglinu og væri afleiðingin stóraukin lyfjaneysla.
Og nú ætlar Alþingi að samþykkja heimild til lyfjaframleiðenda að hefja áróðursstríðið á ljósvakanum. Þetta verður að stöðva!!!
Jóel A.