EKKI SJÁLFSTÆÐ ÁN LANDS!
						
        			01.12.2011
			
					
			
							Sæll Ögmundur.
Takk fyrir þína góðu framgöngu í Nubo málinu, ég heyri ekkert annað en hrósyrði um þína afgreiðslu. Mér finnst ógnvekjandi hvað samstarfsflokkur þinn í ríkisstjórn er einarður í að selja frá okkur landið. Þitt hlutverk í ríkisstjórninni er því enn mikilvægara. Án lands erum við ekki sjálfstæð þjóð. 
Kristján Pálsson