Fara í efni

EKKI HVERJIR KEYPTU HELDUR HVERJIR SELDU

Ég er hjartanlega sammála þér um Íslandsbankamálið. Menn láta sem hneykslið sé hverjir keyptu. Auðvitað kaupa þau sem eiga pening og vilja enn meiri pening, liggur það ekki í augum uppi? Jú það gerir það þegar á það er bent. Og það var gert og varð þá mikið fár. Þess vegna var salan “misheppnuð”. En hneyklsið var ekki þetta, heldur að selja bankann inn á braskmarkað. Það var hið ámælisverða. Það var og er rangt að selja banakann. Um það á að ræða, annað er afvegaleiðing.
Sunna Sara