Fara í efni

EKKI BRASKA MEÐ LÍFEYRISSJÓÐINA!

Blessaður Ögmundur.
Vil bara koma á framfæri kæru þakklæti til þín fyrir andstöðuna gegn frumvarpi að lífeyrissjóðir megi lána eignir sínar. Á meðan launþegar eru þvingaðir til að vera í ákveðnum lífeyrissjóðum en fá ekki að ráða sjálfir hvar lífeyrir þeirra er geymdur kemur þetta ekki til greina. Einnig vitum við það öll að ef illa færi væri enginn ábyrgur og við gætum tapað því litla sem okkur er ætlað í ellinni. Enn og aftur, þakka þér fyrir Ögmundur og gangi þér vel í þesari baráttu sem og annarri.
Með kveðju,
Margrét