Fara í efni

EITTHVAÐ AÐ MARKA ÞINGMENN?

Alþingi er nákvæmlega sama platið og áður. Birgitta Jónsdóttir segir í viðtali við Fréttablaðið að gagnsæi verði að ríkja um starfskostnaðargreiðslur þingmanna. Það er ekkert að marka hana né aðra fyrr en hún  sjálf og þau hin hafa birt sínar eigin greiðslur, til dæmis fyrir síðasta ár. Hvernig væri að byrja á því?
Síðan segist þetta fólk vera á móti lífeyrisskerðingu opinberra starfsmanna. Hvers vegna stöðva þau ekki málið? Eins og annar lesandi bendir á þá væri það hægur vandi við þessar aðstæður, komin jól og óafgreidd fjárlög.
Sigríður Einarsdóttir