Fara í efni

EINHVER ÚR NÆR-UMHVERFINU, GEOGRAFÍSKU EÐA ANDLEGU

Veistu eftir hverjum þetta er haft? Þakka þér svo fyrir góða grein. "...að háskalegt væri að rugla fólk í ríminu með tali af þessu tagi; almenningur gæti hætt að trúa alþjóðlegum fréttamiðlum ef bátnum væri ruggað um of og vísað var í enn aðra „sérfræðinga" sem sögðu að ekkert alvörufólk tæki Vanessu Beeley alvarlega,..."
Ari Tryggvason

Sæll,
Ég man ekki betur en það hafi verið Egill Helgason, þáttastjórnandi hjá Ríkisútvarpinu, sem orðaði þessa hugsun  fyrst en hver hafði uppi þessi varnaðarorð í hans eyru veit ég ekki. Væntanlega einhver í hans nærumhverfi - geografísku eða andlegu.
Kv.,
Ögmundur