Fara í efni

EILÍFT SUMAR MEÐ BRENNIVÍN Á NETINU

Þynnku auka, þrotlaust starf,
þrautir margar hanna.
Vitund fólksins veikja þarf,
um villu stjórnvaldanna.
Í víni netsins vaða skalt,
veisluföng og humar.
Fylliraftar fagna um allt,
finna eilíft sumar.
Þakka greiða þúsundfalt,
þurfa vímu gumar.
Kári